laugardagur, 31. desember 2016

1. janúar

1. janúar og fyrsti dagurinn í kjötlausum janúar.

Ég hef lítið velt þessu fyrir mér eftir að ég tók ákvörðunina en þá fyrst gúgglaði ég tryllt og galið og endaði á stað á internetinu sem enginn vill upplifa. Ég horfði á heila bíómynd á rússnesku um illan anda sem býr í babúsku. Ég vildi að ég væri að grínast, en nei. Á þessu internetrölti mínu fann ég heilan helling af kjötlausum uppskriftum og bloggum hjá fólki sem sniðgengur kjöt og dýraafurðir. Svo ég hlakka til að byrja.

Til að útskýra, þá ætla ég mér ekki að gerast vegan. Kannski gerist það, kannski ekki. En til að byrja með ætla ég mér einungis að taka 30 kjötlausa daga. Ég borða nær ekkert rautt kjöt, og lítinn sem engan fisk. Ég borða hinsvegar mikið af kjúkling. Samviskan mín er farin að banka og þó ég að reyni alltaf að velja lífrænt og hreint, þá finnst mér alltaf erfiðara og erfiðara að borða dýr. Svo here it goes, ég ætla ekki að borða neitt kjöt í mánuð.

Ég ætla ekki að taka út egg eða mjólkurvörur til að byrja með. Ég ákvað samt að hafa glugga fyrir fisk, mögulega hef ég fiskidag einu sinni í viku. Ég veit það ekki alveg ennþá.

Að auki, en ótengt kjöti þá ætla ég að taka út gosdrykki, sælgæti og snakk. Ég ákvað að smella í blogg til að halda mér accountable. Ef enginn veit að ég borða ekki kjöt, þá er það kannski svona eins og að mæta á æfingu og taka enga selfie?

Grænmetisréttaleit mín heldur áfram, þó að ég sé að íhuga að setja svona barnalæsingu á internetið áður en ég byrja.

Alfa